Skip to Main Content
site header image

Þjónusta við kennara Háskóla Íslands: Velkomin

Bókasafnið styður við kennslu í Háskóla Íslands

Þjónusta bókasafnsins við kennslu í Háskóla Íslands er þríþætt. Í fyrsta lagi felst hún í því að tryggja að nemendur hafi aðgang að því efni sem þeir þurfa á að halda í námi sínu. Í öðru lagi að bjóða fjölbreytta fræðslu og ráðgjöf sem miðar að upplýsingalæsi nemenda. Í þriðja lagi að aðstoða við verkefnavinnu og verkefnaskil.

Í flóknu upplýsingaumhverfi samtímans þurfa nemendur aðstoð við að tileinka sér lykilfærni í upplýsingaöflun og bjóðum við upp á bæði fræðslu í tengslum við einstök námskeið og námsleiðir og námskeið sem henta öllum nemendum. Fræðsla bókasafnsins stuðlar að hæfni nemenda til að leita að upplýsingum, finna og meta þær upplýsingar/heimildir sem þeir finna og hyggjast nota við vinnu sína. Þannig stuðlar fræðslan að betri vinnubrögðum og árangursríkara háskólanámi.

Jafnframt er boðið uppá kynningar fyrir kennara, bæði einstaklinga og hópa. 

Upplýsingalæsi - fræðsla og kynningar

Verkefnavinna

Námsefni

undefined