Skip to Main Content
site header image

Þjónusta við kennara Háskóla Íslands: Upplýsingalæsi - fræðsla og kynningar

Upplýsingalæsi

Upplýsingalæsi er mikilvæg færni sem stuðlar að góðum árangri í háskólanámi. Vinnubrögð í háskólanámi gera þá kröfu til nemenda að þeir geti fundið og metið upplýsingar á prenti og rafrænu formi, á skilvirkan og gagnrýninn hátt. Upplýsingafræðingar bjóða fjölbreytta fræðslu og kynningar sem miða að því að hjálpa nemendum að tileinka sér upplýsingalæsi. 

Samkvæmt skilgreiningu American Library Association (ALA) er sá sem er fær um að finna, meta og nota upplýsingar og heimildir á skilvirkan og ábyrgan hátt upplýsingalæs. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vísar til upplýsingalæsis í viðmiðum um æðri menntun og prófgráður frá 2011, en þar segir m.a. að nemendur sem ljúka bakkalárprófi frá íslenskum háskóla skuli geta beitt aðferðum starfs- eða námsgreinar. Að nemandi "... greini hvenær þörf sé á upplýsingum og hafi færni til að finna þær ... geti nýtt sér viðurkennd gagnasöfn og upplýsingalindir á viðkomandi fræðasviði ...". Upplýsingaumhverfi samtímans er flókið og erfitt getur reynst að greina kjarnann frá hisminu. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Háskóli Íslands kaupa mikið af fræðilegu efni vegna náms og rannsókna við háskólann og er mikilvægt að nemendur þekki og noti helstu upplýsingalindir á einstökum fræðasviðum.

Fræðsluleiðir og kynningar

Almenn kynning fyrir nýnema
Áhersla er lögð á að kynna vinnuaðstöðu og þjónustu sem nemendum stendur til boða hjá safninu auk helstu upplýsingaleiða. Vefur safnsins er kynntur, leiðarvísasafnið Leiðarvísar.is og lbs.leitir.is. Sjá nánar.     
Beiðni um kynningu fyrir nýnema

Grunnkynning fyrir fyrsta árs nemendur með áherslu á námsgrein
Vinnuaðstaða og þjónusta í Þjóðarbókhlöðu er stuttlega kynnt. Fjallað er um leitartækni og áhersla lögð á einstakar námsgreinar í samráði við kennara. Sérstaklega er farið í helstu gagnasöfn í viðkomandi námsgrein. Sjá nánar.
Beiðni um grunnkynningu fyrir fyrsta árs nemendur

Fræðsla í tengslum við verkefnavinnu 
Þessi fræðsla er í boði fyrir alla nemendur HÍ hvenær sem er á námstímanum. Fræðslan er tengd verkefnavinnu í einstökum námskeiðum og nemendum kennt að leita að heimildum í tengslum við það. Sjá nánar.
Beiðni um fræðslu í tengslum við verkefnavinnu

Hagnýt upprifjun í tengslum við lokaverkefni
Farið er í ýmis hagnýt atriði varðandi heimildaleitir, skil í Skemmuna o.fl. Einnig hægt að sníða að óskum kennara. Sjá nánar.
Beiðni um hagnýta upprifjun í tengslum við lokaverkefni

 

Kynningar geta farið fram í Þjóðarbókhlöðu, byggingum Háskóla Íslands eða á Teams.

Leiðarvísar námsgreina

Leiðarvísar námsgreinar vísa á helsta námsefni og heimildir í einstökum námsgreinum. Auk þess vísa þeir á aðra gagnlega leiðarvísa. Það getur verið hjálplegt nemendum að setja leiðarvísi námsgreinar inn á vef námskeiðs í Canvas. Hafðu samband ef námsgreinin þín á ekki leiðarvísi.