Skip to Main Content
site header image

Þjónusta við kennara Háskóla Íslands: Verkefnavinna

Fræðsla í tengslum við verkefnavinnu

Þessi fræðsla er í boði fyrir alla nema HÍ hvenær sem er á námstímanum. Fræðslan er tengd verkefnavinnu í einstökum námskeiðum og nemendum kennt að leita að heimildum í tengslum við það verkefni sem fyrir liggur. Fræðslan getur bæði farið fram í Þjóðarbókhlöðu, húsum Háskóla Íslands eða á Teams. Allt eftir óskum kennara.     
Beiðni um fræðslu í tengslum við verkefnavinnu

Ritver Háskóla Íslands
Viðtalsfundir standa til boða öllum nemendum Háskóla Íslands, með allar tegundir verkefna, í grunnámi eða framhaldsnámi, staðnemum og fjarnemum. Fundirnir eru ýmist í ritverinu í Stakkahlíð, Þjóðarbókhlöðu eða á Teams.

Turnitin

Háskólar á Íslandi hafa sameinast um notkun á Turnitin Feedback Studio forritinu til varnar gegn ritstuldi. Í Turnitin er hægt að hlaða inn skjali með texta, t.d. skilaverkefni nemanda eða ritgerð. Forritið ber texta skjalsins saman við mikið safn heimilda, en hægt er að skilgreina nánar hvers konar heimildir borið er saman við í hverju tilviki. Niðurstaða samanburðarins sýnir glögglega hvort rétt er farið með heimildir og tilvísanir í þær, eða hvort um er að ræða óeðlilega mikla samsvörun við verk annarra höfunda.

Umsjón með Turnitin í Háskóla Íslands hefur Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sigurbjorg@hi.is.

Sigurbjörg veitir kennurum ráðgjöf og stuðning í notkun forritsins.

Við mælum með:

Skemman.is

Skemman er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna nemenda á grunn- og meistarastigi. Auk varðveislu þessa efnis til framtíðar er markmiðið að opna sem flestum aðgang að fræðilegu efni og eru nemendur hvattir til að hafa verkefni sín opin. Sumar deildir hafa sett reglur varðandi aðgang að lokaverkefnum og er nemendum bent á að kynna sér vel verklagsreglur eða aðrar leiðbeiningar um lokaverkefni í viðkomandi deild. Samkvæmt 54. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 skal nemandi sem hyggst útskrifast frá Háskóla Íslands skila inn rafrænu eintaki af lokaverkefni sínu í Skemmuna. 

Nánari upplýsingar og aðstoð hi@skemman.is og í síma 525 5685.