Skip to Main Content
site header image

Þjónusta við kennara Háskóla Íslands: Námsefni

Námsefni

Bókasafnið vinnur að því með kennurum Háskóla Íslands að tryggja að nemendum standi til boða efni sem þeir þurfa að nota í námi sínu. Helstu leiðir til þess eru: 

Sérfræðingar safnsins geta aðstoðað kennara við að gera leslista aðgengilegri með því að finna efni á rafrænu formi og útbúa skjal fyrir námskeiðsvefi sem innihalda krækjur beint í efnið. Slíkur leslisti getur innihaldið krækjur í:

Frekari upplýsingar: namsbokasafn@landsbokasafn.is eða í síma 525 5781.

Rafrænt námsefni á leslista námskeiðs í Canvas

Almennt gildir að kennurum Háskóla Íslands er heimilt að nota tímaritsgreinar, bækur og bókarkafla úr rafrænu safni í áskrift Lbs-Hbs og/eða HÍ á kennsluvef námskeiðs í Canvas. Þá skal vísa beint í efnið í rafrænu safni útgefanda / seljanda (ekki greinina sjálfa á PDF formi). 

Í flestum rafrænum söfnum útgefenda á borð við Elsevier, Springer, Cambridge og Oxford er einstökum tímaritsgreinum, bókum og bókarköflum úthlutað varanlegu númeri sem kallast DOI (Document Object Identifier). Eins og nafnið gefur til kynna er DOI númer auðkennisnúmer efnisins, líkt og ISBN númer auðkennir einstaka bók og ISSN númer tímarit.

Seljendur rafrænna safna sem innihalda efni frá ýmsum útgefendum, t.d. JSTOR, úthluta tímaritsgreinum varanlegum vefföngum (stabel URL, permalink o.s.frv.). Háskólakennarar eru hvattir til að nota þau ef þeir vísa til efnis á kennsluvef.