Kajak í forsal Íslandssafns.
Gjöf frá heimastjórn Grænlands til íslensku þjóðarinnar í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins 1994.
Myndirnar tvær að baki kajaknum, Blik, 2001, eru eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá og eru gjöf til minningar um Jón Óskar rithöfund.
Málverk af Carl Christian Rafn (1795-1864) eftir danskan málara, Carl Christian Andersen (1849 -1906).
Carl Christian Rafn var danskur fornfræðingur og útgefandi fræðirita sem einbeitti sér að íslenskum fornbókmenntum og sögu Norðurlanda.
Málverk af Birni M. Olsen (1850-1919) eftir Þórarin B. Þorláksson (1867-1924)
Björn M. Olsen var alþingimaður, prófessor í íslensku og fyrsti rektor Háskóla Íslands 1911-1912.
Gjöf frá Háskóla Íslands árið 1994.