Skip to Main Content
site header image

Listaverk í Þjóðarbókhlöðu: Velkomin

Yfirlit yfir listaverk í Þjóðarbókhlöðu

Um þennan leiðarvísir

Tilgangur þessa leiðarvísis er að gera gestum fjær og nær, svo og starfsfólki Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, kleift að kynna sér listaverk í eigu safnsins. Á fyrri hluta vefsins eru verk sem eru í almennu rými, þ.e. því sem gestir hafa eða geta fengið aðgang að. Önnur listaverk í eigu safnins eða Háskóla Íslands í skrifstofum og vinnusvæðum starfsfólks, göngum og fleiri stöðum eru undir flipanum Ýmis verk.

Hvaðan koma verkin

Listaverkin í safninu koma úr ýmsum áttum. Sum koma frá Landsbókasafni Íslands eða Háskólabókasafni frá fyrri tíð þessara safna en önnur eru nýrri viðbætur. Margar gjafir bárust í tilefni af stofnun nýs safns, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, við sameiningu eldri safnanna tveggja árið 1994.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn