Brjóstmynd af Halldóri Kiljan Laxness (1902-1998) eftir Nils Aas (1933-2004).
Brjóstmyndin var afhjúpuð 26. október 1989 í anddyri Safnahússins á samkomu sem haldin var í tilefni af því að 70 ár voru liðin frá útkomu fyrstu bókar Halldórs, Barns náttúrunnar. Brjóstmyndina gerði norski listamaðurinn Nils Aas að eigin frumkvæði, en ríkisstjórn Íslands keypti einu afsteypu myndarinnar sem til var.
Málvek frá 1942 eftir Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) af Halldóri Kiljan Laxness (1902-1998).
Halldór hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1955.
Málverk frá 1934, af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur (1856-1940) eftir Gunnlaug Blöndal (1893-1962).
Bríet var best þekkt fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna. Guðrún Pálína Pálsdóttir (1909-2000) kennari gaf Kvennasögusafni Íslands verkið árið 1999.
Málverk eftir Sigurð Sigurðsson (1916-1996) af Jóni Steffensen (1905-1991).
Jón Steffensen var prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Bókasafn hans er varðveitt í Lbs-Hbs.
Málverk eftir Baltasar Samper (1938- ) af Hafsteini Guðmundssyni (1912-1999).
Hafsteinn var afkastamikill prentsmiðjustjóri, útgefandi og bókahönnuður.
Brjóstmynd frá 1936 af Benedikt Þórarinssyni (1861-1940) eftir Ríkarð Jónsson (1888 -1977).
Benedikt var kaupmaður og ötull bókasafnari sem gaf Háskólabókasafni viðamikið og vandað bókasafn sitt.
Brjóstmyndin er í Benediktssafni í Lbs-Hbs.
Málverk af Halldóri Hermannssyni (1878-1958) eftir Halldór Pétursson (1916 -1977).
Halldór Hermannsson var prófessor við Cornell-háskóla og lengi bókavörður við Fiske-safnið í Íþöku í Bandaríkjunum. Hann var mikilvirkur fræðimaður, útgefandi og Íslandsvinur.