Þann 14. júní 2022 var nýtt bókasafnskerfi tekið í gagni og leitargáttin leitir.is uppfærð.
Einnig varð sú breyting á að nú er hægt að fara inn á bæði inn á vefslóðina leitir.is (eins og áður ) og leita að efni í íslenskum bóka-, lista-, minja- og ljósmyndasöfnum og inn á vefslóðin lbs.leitir.is og leita einungis í safnkosti Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns hvort sem hann er til útláns, eða í rafrænu eða stafrænu formi. Einnig er þá leitað að efni sem er í séráskriftum safnsins og Háskóla Íslands auk efnis í Landsaðgangi.
Í þessum leiðarvísi hafa verið leiðbeiningar um leit, ítarlega leit og hvernig þrengja á niðurstöður, staðsetningar efnis á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni auk upplýsinga um innskráningu, endurnýjun og frátekt á efni.
Í sumar verður unnið að því að uppfæra leiðarvísirinn og verður nýjar leiðbeiningar birtar um leið og þær verða uppfærðar.