Skip to Main Content
site header image

Heimildaskráning - EndNote: Um EndNote

Leiðbeiningar fyrir EndNote heimildaskráningaforritið

Hvað er EndNote?

EndNote er heimildaskráningarforrit sem:

  • Heldur utan um heimildir.
  • Býr til heimildaskrár.
  • Getur geymt heildartexta heimilda.
  • Hægt er að skrá heimildir inn handvirkt eða færa inn beint úr gagnasöfnum.
  • EndNote er tengt við Word eða annað ritvinnsluforrit og því er hægt að færa heimildirnar beint inn.
  • EndNote býður upp á alla helstu staðla.

Hvar finn ég EndNote?

Hægt er að sækja EndNote í gegnum Ugluna. Þar er hægt að velja á milli Windows og MacOs. Leiðbeiningar um uppsetningu má finna á vef Upplýsingatæknisviðs Háskóla Íslands.

Íslenskur APA staðall

Til er íslensk útgáfa af APA staðlinum en hægt er að sækja hann hér. Það þarf þá að opna staðalinn í EndNote og fara í File → Save As. Þá er hægt að vista hann.

Athugið að íslenski staðallinn breytir ekki uppsetningu á nafni höfundar í heimild heldur þarf að breyta þeim með því að setja kommu fyrir aftan nafn:

  • Yrsa Sigurðardóttir,

Heimildasafnið

Það þarf að búa til nýtt heimildasafn (Library) í byrjun með því að smella á File  New. Mælt er með því að nota aðeins eitt heimildasafn í stað þess að dreifa heimildum á mörg söfn (Library).

Hægt er að nota möppur eða gefa heimildum efnisorð til að skipuleggja heimildirnar, t.d. eftir efni eða námskeiðum. Gott er að vista t.d. undir Documents frekar en á Desktop.

Hafðu samband

Erlendur Már Antonsson, MLIS

Jóhann Heiðar Árnason, MIS

upplys@landsbokasafn.is

Sími: 525 5685

EndNote einstaklingsaðstoð fyrir doktorsnema HÍ

Lbs-Hbs býður doktorsnemum HÍbóka tíma í einstaklingsaðstoð í EndNote hjá sérfræðingum safnsins. Einstaklingsaðstoðin er hugsuð fyrir þá sem nota EndNote en þurfa aðstoð með tiltekin atriði/vandamál.

Nauðsynlegt er að bóka tíma með því að senda póst á netfangið upplys@landsbokasafn.is. Upplýsingar sem þurfa að koma fram í póstinum eru nafn, fræðasvið, deild, símanúmer, HÍ netfang og stýrikerfi tölvu (Mac eða PC). Eftir að bókun berst verður haft samband við viðkomandi og honum boðinn tími.