Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Heimildaskráning - EndNote: Um EndNote

Leiðbeiningar fyrir EndNote heimildaskráningaforritið

Hvað er EndNote?

EndNote er heimildaskráningarforrit sem:

  • Heldur utan um heimildir.
  • Býr til heimildaskrár.
  • Getur geymt heildartexta heimilda.
  • Hægt er að skrá heimildir inn handvirkt eða færa inn beint úr gagnasöfnum.
  • EndNote er tengt við Word eða annað ritvinnsluforrit og því er hægt að færa heimildirnar beint inn.
  • EndNote býður upp á alla helstu staðla.

Hvar finn ég EndNote?

Hægt er að sækja EndNote í gegnum Ugluna. Þar er hægt að velja á milli Windows og MacOs. Leiðbeiningar um uppsetningu má finna á vef Upplýsingatæknisviðs Háskóla Íslands.

Íslenskur APA staðall

Til er íslensk útgáfa af APA staðlinum en hægt er að sækja hann á staðlavef EndNote. Það þarf þá að opna staðalinn í EndNote og fara í File → Save As. Þá er hægt að vista hann.

Athugið að íslenski staðallinn breytir ekki uppsetningu á nafni höfundar í heimild heldur þarf að breyta þeim með því að setja kommu fyrir aftan nafn:

  • Yrsa Sigurðardóttir,

Heimildasafnið

Það þarf að búa til nýtt heimildasafn (Library) í byrjun með því að smella á File  New. Mælt er með því að nota aðeins eitt heimildasafn í stað þess að dreifa heimildum á mörg söfn (Library).

Hægt er að nota möppur eða gefa heimildum efnisorð til að skipuleggja heimildirnar, t.d. eftir efni eða námskeiðum. Gott er að vista t.d. undir Documents frekar en á Desktop.

Hafðu samband

Erlendur Már Antonsson, MLIS

Jóhann Heiðar Árnason, MIS

upplys@landsbokasafn.is

Sími: 525 5685

EndNote einstaklingsaðstoð fyrir doktorsnema HÍ

Lbs-Hbs býður doktorsnemum HÍbóka tíma í einstaklingsaðstoð í EndNote hjá sérfræðingum safnsins. Einstaklingsaðstoðin er hugsuð fyrir þá sem nota EndNote en þurfa aðstoð með tiltekin atriði/vandamál.

Nauðsynlegt er að bóka tíma með því að senda póst á netfangið upplys@landsbokasafn.is. Upplýsingar sem þurfa að koma fram í póstinum eru nafn, kennitala, fræðasvið, deild, símanúmer, netfang og stýrikerfi tölvu (Mac eða PC). Eftir að bókun berst verður haft samband við viðkomandi og honum boðinn næsti lausi tími.