Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Rannsóknarþjónusta og opinn aðgangur: Mælingar - áhrifastuðlar

Fróðleikur og hagnýtar upplýsingar

Verkfæri og umræða

Gagnasöfn þar sem hægt er að skoða tilvitnanir í greinar

Um áhrifastuðla

Áhrifastuðlar eru töluleg greining á bókum, tímaritsgreinum og öðrum útgáfuritum. Með öðrum orðum - gögn um útgáfur eða fjölda tilvitnana.

Samkvæmt gildandi matskerfi opinberra háskóla fá greinar sem birtar eru í svokölluðum ISI tímaritum með háan áhrifastuðul flest stig.

Þar fyrir utan eru áhrifastuðlar t.d. mikilvægir þegar:

Nemandi spyr "Hvaða tímarit eru best á mínu fræðasviði?"

Vísindamaður spyr "Hver vitnar í mínar greinar? Hversu oft hefur verið vitnað til þeirra?"

Þeim sem vilja kynna sér þessa greiningu og bera saman gagnasöfn á borð við Web of Science, Scopus og Google Scholar  er bent á  Harzing, Anne-Wil. (2013). Introduction to citation analysis. The Publish or Perish Book: Your Guide to Effective and Responsible Citation Analysis 

Bækur

Í Google Scholar er að finna talningu á tilvitnum í bókatitla og bókakafla með krækjum í "citing works". Það er sérstaklega gagnlegt að skoða  þessar upplýsingar í Google Scholar fyrir fræðigreinar sem birta mikið í bókum (félagsvísindi, listir og hugvísindi). 

Scopus inniheldur bækur og ritstýrðar ritraðir og uppsláttarrit. Hægt er að leita í ritröðum með því að velja "Source hnappinn", titlar og bókakaflar sem vitnað hefur verið í í "Document Search" á heimasíðu gagnasafnsins. Einnig er hægt að skoða tilvitnanir í verk einstakra höfunda með því að velja hnappinn "Author Search", sömu upplýsingar er hægt að skoða í Web of Science. Bæði Scopus og Web of Science sýna h-index einstakra höfunda.

Altmetrics

Altmetrics mælir áhuga og áhrif vísindaefnis á samfélagsmiðlum. Þessar mælingar eru viðbót við hefðbundnar mælingar á borð við áhrifastuðla og markmiðið er að sýna áhrif vísindaefnis á fræðasamfélag og á samfélagsumræðu almennt.

Mælingar einstakra greina (e. Article-Level Metrics (ALMs)) telja hversu oft einstakar greinar eru nefndar, skoðaðar, hlaðið niður og vistaðar á ýmsum samfélagsmiðlum og vefjum. 

Frekari upplýsingar