Skip to Main Content
site header image

Rannsóknarþjónusta og opinn aðgangur: Mælingar - áhrifastuðlar

Fróðleikur og hagnýtar upplýsingar

Gagnasöfn þar sem hægt er að skoða tilvitnanir í greinar

Um áhrifastuðla

Áhrifastuðlar eru töluleg greining á bókum, tímaritsgreinum og öðrum útgáfuritum. Með öðrum orðum - gögn um útgáfur eða fjölda tilvitnana.

Samkvæmt gildandi matskerfi opinberra háskóla fá greinar sem birtar eru í svokölluðum ISI tímaritum með háan áhrifastuðul flest stig.

Þeim sem vilja kynna sér þessa greiningu og bera saman gagnasöfn á borð við Web of Science, Scopus og Google Scholar er bent á Harzing, Anne-Wil. (2013). Introduction to citation analysis. The Publish or Perish Book: Your Guide to Effective and Responsible Citation Analysis 

Bækur

Í Google Scholar er að finna talningu á tilvitnum í bókatitla og bókakafla með krækjum í "citing works". Það er sérstaklega gagnlegt að skoða  þessar upplýsingar í Google Scholar fyrir fræðigreinar sem birta mikið í bókum (félagsvísindi, listir og hugvísindi). 

Scopus inniheldur bækur og ritstýrðar ritraðir og uppsláttarrit. Hægt er að leita í ritröðum með því að velja "Source hnappinn", titlar og bókakaflar sem vitnað hefur verið í í "Document Search" á heimasíðu gagnasafnsins. Einnig er hægt að skoða tilvitnanir í verk einstakra höfunda með því að velja hnappinn "Author Search", sömu upplýsingar er hægt að skoða í Web of Science. Bæði Scopus og Web of Science sýna h-index einstakra höfunda.

Áhrifastuðlar tímaritsgreina

Fræðirit eru mismikils metin til stiga fyrir framgang í starfi. Það skiptir því máli að kynna sér matskerfið vel. Á vef vísinda- og nýsköpunarsviðs eru upplýsingar um matskerfi opinberra háskóla. Í Matskerfi opinberu háskólanna er því lýst hvernig tímaritsgreinar skiptast í fjóra flokka eftir því hvar þær birtast. Efsti flokkurinn gefur 20 stig, næsti 15, svo 10 og að lokum er neðsti flokkurinn sem gefur 0-5 stig.

Greinum í íslenskum tímaritum er raðað í flokka í samræmi við alþjóðleg viðmið um gæði tímarita sem skýrð eru í viðauka I í Matskerfi opinberu háskólanna.

Greinar sem birtast í rányrkutímaritum (e. predatory) eru ekki metnar til stiga.

Á vef Clarivate InCites Journal Citation Report má finna áhrifastuðul, ýmist með því að fletta upp á ákveðnu tímariti eða skoða öll rit í ákveðnum efnisflokki, t.d. menntun, sérkennslu, raungreinakennslu, líffræði, íþróttum, læknisfræði ofl. Hafa skal í huga að tiltekið tímarit getur haft misháan áhrifastuðul eftir efnisflokkum. Rit sem er metið lágt í læknisfræði gæti, svo dæmi sé tekið, verið metið hærra í heilsufræði. Því er mikilvægt að gæta þess að miða við réttan efnisflokk. Í sumum tilfellum fellur enginn efnisflokkur vel að sérgrein tímarits. Þannig er til dæmis enginn flokkur innan menntunarfræðanna hjá Clarivate sem á við kennslu listgreina eða iðnmennta þó sérstakir flokkar séu til fyrir raungreinakennslu og sérkennslu.

Altmetrics

Altmetrics mælir áhuga og áhrif vísindaefnis á samfélagsmiðlum. Þessar mælingar eru viðbót við hefðbundnar mælingar á borð við áhrifastuðla og markmiðið er að sýna áhrif vísindaefnis á fræðasamfélag og á samfélagsumræðu almennt.

Mælingar einstakra greina (e. Article-Level Metrics (ALMs)) telja hversu oft einstakar greinar eru nefndar, skoðaðar, hlaðið niður og vistaðar á ýmsum samfélagsmiðlum og vefjum. 

Frekari upplýsingar: