Skip to Main Content
site header image

Rannsóknarþjónusta og opinn aðgangur: Að velja tímarit

Fróðleikur og hagnýtar upplýsingar

Atriði sem hafa ber í huga við val á útgefanda og tímariti

  • Tímarit á einstökum fræðasviðum og hvernig ber að forðast rányrkjutímarit (e. predatory journals)

Til að finna tímarit á nýju fræðasviði eða nýja valkosti er gott að leita í gagnasöfnunum Scopus og Web of Science að greinum á viðkomandi fræðasviði. Journal Citation Reports í Web of Science er mjög gagnlegt að nota við val á tímariti en þar er m.a. hægt að slá inn einstökum titlum og fá heildstæðar upplýsingar um þá.

Með tilkomu internetsins hafa orðið til svokölluð rányrkju- eða gervitímarit. Vefurinn Think-Check-Submit (Hugsaðu, kannaðu, sendu inn) auðveldar rannsakendum að meta áreiðanleika tímarita. Þetta er einfaldur gátlisti sem hægt er að fara í gegnum áður en óskað er eftir því að fá grein birta. Varðandi tímarit í opnum aðgangi þá er það ákveðinn gæðastimpill ef tímaritið er skráð í Directory of Open Access Journals (DOAJ) eða ef útgefandinn er meðlimur í Open Acess Scholarly Publishing Association (OASPA). Sjá einnig Predatory publishers: how to determine validity og um rányrkjutímarit á vefnum Opinn aðgangur.

  • Upplýsingar um áhrifastuðla einstakra tímarita

Journal Citation Reports
Clarivate (áður ISI) "Journal Impact Factor"

Scimago Journal Rank (SJR) -
Áhrifastuðlar tímarita hjá Elsevier

Samningur við Karger

Samkvæmt samningi við Karger útgáfuna geta rannsakendur á Íslandi nú birt vísindagreinar í Karger í opnum aðgangi án þess að greiða birtingargjöld og er fjöldi greina til birtingar ótakmarkaður.