Skip to Main Content
site header image

Rannsóknarþjónusta og opinn aðgangur: Höfundaréttur og útgáfa

Fróðleikur og hagnýtar upplýsingar

Höfundarréttur

Hefðbundin útgáfa. Samningar við útgefendur.

Þegar grein hefur verið samþykkt til birtingar í tímariti skrifar höfundur undir samning við útgefanda tímaritsins (e. publishing agreement) þar sem yfirleitt er tekið fram að viðkomandi útgefandi hafi einkarétt á að gefa viðkomandi efni út á meðan efnið er í höfundarétti. Oftast viðurkenna slíkir samningar um leið höfundarrétt rannsakenda en það er þó ekki algilt og mikilvægt fyrir höfunda að vera á varðbergi. Stundum er farið fram á, eða mælst til, að höfundar afsali höfundarrétti sínum til útgefanda eða aðila honum tengdum, t.d. fræðafélags (e. copyright transfer agreement). 

Hvað felst í samningum útgefenda - lesa smáa letrið 

  • Hvað kemur fram í samningi um höfundarrétt, er réttur höfundar viðurkenndur eða þarf hann að afsala honum til útgefanda?
  • Hvaða útgáfu af grein er heimilt að birta í opnum aðgangi samkvæmt samningi? Óritrýnt handrit (pre-print), lokagerð höfundar (post-print) eða útgefna grein (publisher´s version) ?
  • Heimilar samningur þá vistun/aðgang sem styrkveitendur setja sem skilyrði fyrir veitingu styrkja?
  • Heimilar samningur að grein sé vistuð í varðveislusafni stofnunar viðkomandi höfundar? 

SPARC hafa gefið út leiðbeiningar fyrir höfunda um réttindi þeirra í samskiptum við útgefendur: https://sparcopen.org/our-work/author-rights/

Útgáfa í opnum aðgangi. Creative Commons afnotaleyfi

Creative Commons (CC) leyfin gera höfundum kleift að varðveita rétt sinn en leyfa þó öðrum að afrita verk, dreifa eða vinna með á annan hátt, sjaldnast þó í viðskiptalegum tilgangi. CC afnotaleyfin eru sex :

1.   CC BY

2.   CC BY-SA (ShareAlike)

3.   CC BY-ND (NoDerivs)

4.   CC BY-NC (NonCommercial)

5.   CC BY-NC-SA (NonCommercial-ShareAlike)

6.   CC BY-NC-ND (NonCommercial-NoDerivs)

CC License Chooser er hannaður til að auðvelda höfundum að velja rétta CC afnotaleyfið

 

Creative Commons License chooser