Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Rannsóknarþjónusta og opinn aðgangur: Höfundaréttur, afnotaleyfi og samningar við útgefendur

Fróðleikur og hagnýtar upplýsingar

Höfundarréttur

Hefðbundin útgáfa. Samningar við útgefendur.

Þegar grein hefur verið samþykkt til birtingar í tímariti skrifar höfundur undir samning við útgefanda tímaritsins (e. publishing agreement) þar sem yfirleitt er tekið fram að viðkomandi útgefandi hafi einkarétt á að gefa viðkomandi efni út á meðan efnið er í höfundarétti. Oftast viðurkenna slíkir samningar um leið höfundarrétt vísindamanna en það er þó ekki algilt og mikilvægt fyrir höfunda að vera á varðbergi. Stundum er farið fram á, eða mælst til, að höfundar afsali höfundarrétti sínum til útgefanda eða aðila honum tengdum, t.d. fræðafélags (e. copyright transfer agreement). 

Hvað felst í samningum útgefenda - lesa smáa letrið 

  • Hvað kemur fram í samningi um höfundarrétt, er réttur höfundar viðurkenndur eða þarf hann að afsala sér honum?
  • Hvaða leiðir til að birta í opnum aðgangi heimilar samningur ?
  • Heimilar samningur þá vistun/aðgang sem styrkveitendur fara fram á við veitingu styrkja?
  • Heimilar hann vistun í varðveislusafni stofnunar viðkomandi höfundar? 

SPARC hafa gefið út leiðbeiningar fyrir höfunda um réttindi þeirra í samskiptum við útgefendur: https://sparcopen.org/our-work/author-rights/

Útgáfa í opnum aðgangi. Creative Commons afnotaleyfi

Creative Commons (CC) leyfin gera höfundum kleift að varðveita rétt sinn en leyfa þó öðrum að afrita verk, dreifa eða vinna með á annan hátt, sjaldnast þó í viðskiptalegum tilgangi. CC afnotaleyfin eru sex :

1.   CC BY

2.   CC BY-SA (ShareAlike)

3.   CC BY-ND (NoDerivs)

4.   CC BY-NC (NonCommercial)

5.   CC BY-NC-SA (NonCommercial-ShareAlike)

6.   CC BY-NC-ND (NonCommercial-NoDerivs)

Creative Commons Chooser er hannaður til að auðvelda höfundum að velja rétta CC afnotaleyfið

 

Creative Commons License chooser