Skip to Main Content
site header image

Rannsóknarþjónusta og opinn aðgangur: Ritrýni

Fróðleikur og hagnýtar upplýsingar

Hvað er ritrýni?

Ritrýni er gæðaferli sem tímaritsgreinar sem birta á í fræðitímaritum þurfa að fara í gegnum:

  • ritstjórn og útgefendur fræðitímarita fá sérfræðinga á viðkomandi fræðasviði (ritrýna), til að lesa yfir og meta efnistök, aðferðir, fræðilegt samhengi og úrvinnslu gagna í greininni
  • ritrýnar senda höfundi athugasemdir sem hann þarf að hlíta til að fá grein sína birta í viðkomandi tímariti
  • eftir að höfundur hefur tekið tillit til athugasemdanna skilar hann greininni inn aftur. Í kjölfarið eru stundum gerðar fleiri athugasemdir, greinin samþykkt til birtingar eða henni hafnað
  • ritrýnar eru oftast fleiri en einn og höfundur greinar fær ekki að vita hverjir þeir eru, ritrýnar fá ekki heldur að vita nafn höfundar (tvíblind ritrýni)
  • ritrýnar starfa kauplaust 

Frekari upplýsingar:

Ritrýni í íslenskum tímaritum

Sýnishorn: