Skip to Main Content
site header image

Rannsóknarþjónusta og opinn aðgangur: Þjónusta

Fróðleikur og hagnýtar upplýsingar

Þjónusta upplýsingafræðinga Landsbókasafns - Háskólabókasafns

  • Veita hagnýtar upplýsingar og persónulega aðstoð við notkun heimildaskráningarforritsins EndNote
  • Leita að heimildum samkvæmt beiðni. Beiðni um upplýsingaleit
  • Aðstoða við að finna áhrifastuðla tímarita og höfunda
  • Aðstoða við að finna upplýsingar um stefnu einstakra tímarita varðandi birtingar í opnum aðgangi í varðveislusafninu Opin visindi
  • Aðstoða við skil í varðveislusafnið Opin vísindi
  • Útvega greinar og bækur frá öðrum bókasöfnum - millisafnalán
  • Útvega varanlega auðkennisnúmerið DOI fyrir tímaritsgreinar - DOI númer eyðublað
    • DOI númer (Document Object Identifier) eru varanleq auðkennisnúmer fyrir tímaritsgreinar og annað sem gefið er út á rafrænu formi á internetinu. Með því hengja DOI númer við greinar er varanleg og auðfinnanleg slóð á internetinu tryggð jafnvel þótt hefðbundin vefslóð breytist. Útgefendur fræðitímarita geta sótt um DOI númer fyrir greinar í tímaritum sínum í gegnum safnið með því að fylla út eyðublað. Mælst er til þess að útgefendur sæki um DOI númer rétt fyrir útgáfu nýs heftis. Ath. að allar upplýsingar um grein þurfa að liggja fyrir sem og tengill á hverja grein fyrir sig áður en hægt er að virkja númerin.

  • Aðstoða við ORCID skráningu