DOI númer (Document Object Identifier) eru varanleq auðkennisnúmer fyrir tímaritsgreinar og annað sem gefið er út á rafrænu formi á internetinu. Með því hengja DOI númer við greinar er varanleg og auðfinnanleg slóð á internetinu tryggð jafnvel þótt hefðbundin vefslóð breytist. Útgefendur fræðitímarita geta sótt um DOI númer fyrir greinar í tímaritum sínum í gegnum safnið með því að fylla út eyðublað. Mælst er til þess að útgefendur sæki um DOI númer rétt fyrir útgáfu nýs heftis. Ath. að allar upplýsingar um grein þurfa að liggja fyrir sem og tengill á hverja grein fyrir sig áður en hægt er að virkja númerin.