Skip to Main Content
site header image

Heimildaskráning - EndNote: EndNote og Word

Leiðbeiningar fyrir EndNote heimildaskráningaforritið

Aðgerðastika í Word

Unnið með EndNote Online í Word - (skjámynd úr Word í Mac)

      

 

  1. Smellið á EndNote flipann efst í skjámynd til að ná í tækjastikuna fyrir EndNote Online
  2. Smellið á Preferences og veljið Application
  3. Opnið felligluggann aftan við Application og veljið EndNote Online
  4. Skráið netfang og aðgangsorð í viðeigandi reiti
  5. Ef hakað er við að muna lykilorðið þarf ekki að skrá það inn í hvert skipti sem unnið er í Word

Náð í heimildaskráningarstaðal í Word

                                              

Náð er í það heimildakráningarkerfi sem vinna á með í felliglugganum aftan við Style í aðgerðaflipanum.

Nýjasta íslenska útgáfan er APA 7th_Icelandic. Staðlinum má hlaða niður af vef EndNote.