Það þarf að búa til nýtt heimildasafn (Library) í byrjun með því að smella á File → New. Mælt er með því að nota aðeins eitt heimildasafn í stað þess að dreifa heimildum á mörg söfn (Library).
Hægt er að nota möppur eða gefa heimildum efnisorð til að skipuleggja heimildirnar, t.d. eftir efni eða námskeiðum. Gott er að vista t.d. undir Documents frekar en á Desktop.
Smellið á þetta tákn eða ýtið á cmd og N:
Þá er hægt að velja tegund heimildar (Reference Type) og fylla í reitina. Athugið að það þarf að hafa kommu á eftir nafni Íslendinga til að nafnið birtist rétt:
Misjafnt er eftir gagnasöfnum hvernig á að flytja heimildir inn í EndNote en algengt er að sjá t.d.
Algengar skrár sem hægt er að velja eru t.d.:
Betra er að sækja heimildir úr gagnasöfnunum þar sem þær eru geymdar en á Leitir.is en möguleikinn er þó til staðar.
Dæmi úr Leitir.is
Smella á Nánar þegar efni er valið og velja Flytja út RIS.
Nóg er að smella á Ok, ekki þarf að breyta um kóða eins og sést hér fyrir neðan.
Yfirleitt þarf að laga til heimildir sem fengnar eru úr Leitir.is með þessum hætti.
Dæmi úr ProQuest
Smella á Save þegar grein er valin:
Og þá birtist eftirfarandi gluggi, nóg er að velja Continue til að vista heimildina.
Og þá er hægt að opna RIS skrána í EndNote. Athugið að oft þarf að laga URL þegar sótt er t.d. úr ProQuest. Þá þarf einfaldlega að taka út þann hluta sem er óþarfur, t.d. er tengillinn að „?accountid“ í fyrstu línunni hér að neðan nóg: