Skip to Main Content
site header image

Heimildaskráning - EndNote: Möppur (Groups)

Leiðbeiningar fyrir EndNote heimildaskráningaforritið

Hefðbundnar möppur

Við búum til hefðbundnar möppur með því að hægrismella á My Groups og velja Create Group en einnig er hægt að velja það í efst í Groups > Create Group. 

Hér er búið að gera nokkar möppur: Lokaverkefni, Málstofa A, Málstofa B og Vinnulagskúrs. Mappan fyrir lokaverkefni er valin og við sjáum þær heimildir til hliðar. Í Unfiled eru tvær heimildir en það er ekki búið að setja þær í neinar möppur. Athugið að ekki er mælt með því að setja hverja heimild í margar möppur.

Snjallmöppur

Við búum til snjallmöppur nokkurn veginn eins og hefðbundnar en við veljum Create Smart Group þar. Þá opnast gluggi sem leyfir okkur að velja nafn á möppunni og hvernig við viljum hafa hana. Hér er búið að gera möppu sem heitir einfaldlega Upplýsingafræði og í Any Field er búið að skrifa upplýsingafræði þannig að ef orðið upplýsingafræði kemur einhvers staðar fyrir fer heimildin sjálfkrafa í viðkomandi möppu. Hægt er að velja t.d. höfund, titil, efnisorð og fleira.