Við búum til hefðbundnar möppur með því að hægrismella á My Groups og velja Create Group en einnig er hægt að velja það í efst í Groups > Create Group.
Hér er búið að gera nokkar möppur: Málstofa A, MA-ritgerð og Vinnulagskúrs. Mappan fyrir MA-ritgerð er valin og við sjáum þær heimildir til hliðar. Í Unfiled eru 6 heimildir en þær eru ekki í neinum möppum.
Við búum til snjallmöppur nokkurn veginn eins og hefðbundnar en við veljum Create Smart Group þar. Þá opnast gluggi sem leyfir okkur að velja nafn á möppunni og hvernig við viljum hafa hana. Hér er búið að gera möppu sem heitir einfaldlega Upplýsingafræði og í Any Field er búið að skrifa upplýsingafræði þannig að ef orðið upplýsingafræði kemur einhvers staðar fyrir fer heimildin sjálfkrafa í viðkomandi möppu. Hægt er að velja t.d. höfund, titil, efnisorð og fleira.