Skip to Main Content
site header image

Heimildaskráning - EndNote: Heimildum safnað

Leiðbeiningar fyrir EndNote heimildaskráningaforritið

Aðgerðaflipar í EndNote Online - Collect

       Þegar komið er inn í EndNote Online birtast aðgerðaflipar þvert yfir skjáinn. 
Texti flipanna er lýsandi fyrir virkni þeirra og með því að setja bendilinn yfir flipann opnast fyrir undiraðgerðir. 
Hér verður farið nánar í nokkra af aðgerðaflipunum.

 Hér er farið yfir Collect flipann

Online search - Náð í heimild úr gagnasafninu Web of Science

Hér verðu sýnt hvernig náð er í heimild úr gagnasafninu Web of Science

  1. Opnið gagnasafnið Web of Science
  2. Leitið að höfundi (Author), titli (Title) eða ákveðnu efni (topic)
  3. Veljið heimildir sem færa á yfir í EndNote Online með því að merkja við í kassann framan við heimildina
  4. Smellið á Export hnappinn  og veljið EndNote Online úr felliglugganum:         
  5. Smellið á Export og þá eru upplýsingar um heimildina fluttar yfir í EndNote Online. 

New reference - Heimild handskráð

Ný heimild handskráð

  1. Veljið Collect flipann                                                                       
  2. Smellið á New References
  3. Fyllið inn í viðeigandi svæði.
  4. Byrjið á að velja úr felliglugga tegund heimildar. Nöfn höfunda eru skráð þannig: 
    erlendir. höfundar: eftirnafn, skírnarnafn 
    íslenskir. höfundar: skírnarnafn eftirnafn,
    ATHUGIÐ að sett er komma á eftir íslensku eftirnafni
  5. Til að breyta innihaldi svæðis er smellt á texta í textaboxi og leiðrétting gerð