EndNote býr til tengingu við Word og það er því hægt að færa heimildir beint inn í texta og búa til heimildaskrá samhliða skrifum. Athugið að það þarf að breyta heimildunum í EndNote því heimildirnar í Word skjalinu eru ekki hreinn texti heldur tenging við EndNote.
Heimildirnar eru færðar inn jafnóðum með því að fara í EndNote flipann og Insert Citation:
Þá opnast gluggi þar sem hægt er að leita að þeim heimildum sem eiga að fara í textann. Hægt er að smella til hliðar við Insert og velja hvernig heimildin á að birtast:
Og þá er tilvísunin komin inn í meginmálið og heimildin komin í heimildaskrá á réttan stað.