My Library er yfirlit yfir heimildasafnið. Þar er hægt að velja:
- All References, sem sýnir einfaldlega allar heimildirnar í safninu, listinn yfir heimildirnar kemur inn í miðjuglugganum og hægt er að breyta þeim í glugganum til hægri.
- Imported References, sem sýnir þær heimildir sem sóttar eru úr gagnasafni hverju sinni.
- Unfiled, þær heimildir sem eru ekki í möppum.
- Trash geymir heimildir sem er búið að eyða.
- My Groups eru möppur sem eru í þessu tiltekna heimildasafni.
- Undir Find Full Text koma heildartextar heimilda ef þeir finnast í gegnum EndNote, en hægt er að athuga með aðgang að þeim m.a. með því að hægrismella og velja Find Full Text