Aðgangur að EndNote er tvenns konar; forrit uppsett á tölvu og í gegnum vefinn. Nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands geta náð í EndNote-forritið sér að kostnaðarlausu í gegnum Ugluna en vefaðgangurinn er opinn öllum.
Aðgang að vefútgáfunni má stofna með því að skrá sig sem notanda á EndNote-vef Web of Science.
Web of Science og EndNote Online eru keypt í landsaðgangi frá fyrirtækinu Clarivate Analytics.
Hægt er að samstilla EndNote forritið og EndNote Online með því að fara í Configure Sync í forritinu.
EndNote 20