Skip to Main Content
site header image

Leitir.is: Innskráning með notandanafni

Innskráning

Ekki þarf að skrá sig inn til að leita á vefnum lbs.leitir.is.

Innskráning er nauðsynleg til þess að skoða útlán, endurnýja útlán og taka frá efni.

Hér eru leiðbeiningar um það hvernig eigi að skrá sig inn með notandanafni.

1. skref

Fyrst smellum við á Innskráning á forsíðunni.

2. skref

Síðan smellum við á Notandanafn.

3. skref

Þú skráir þig inn með því að slá inn notandanafn og lykilorð og smella á Innskráning.

Kennitalan þín er notandanafnið þitt og lykilorðið er það sem þú velur/valdir sjálfur. Smelltu á Innskráning til að skrá þig inn.

Ef þú veist ekki eða manst ekki lykilorðið smellir þú á Smelltu hér til að endurstilla lykilorð.

4. skref

Þegar smellt er á Smelltu hér til að endurstilla lykilorð birtist glugginn hér að neðan.

Næst skráum við annaðhvort notandanafn eða skráð tölvupóstfang. Notandanafnið er kennitalan þín og skráð tölvupóstfang er póstfangið sem búið er að tengja við notandanafnið þitt í kerfinu. Síðan er smellir þú á Send og þá færðu tengil sendan í tölvupósti til að endurstilla lykilorðið. Næst klárum við innskráninguna með því að endurtaka skref 1-3.

5. skref

Þegar innskráningu er lokið birtist nafnið þitt efst í hægra horninu.