Skip to Main Content
site header image

Leitir.is: Leit að tímariti

Skref 1

Þetta er notað þegar við viljum athuga hvort ákveðið tímarit sem við erum með í huga sé aðgengilegt rafrænt.

Við smellum á Leita að tímariti.

Skref 2

Í þessu dæmi ætlum við að reyna að finna tímaritið History and theory. Fyrst sláum við inn leitarorð í leitargluggann og smellum á stækkunarglerið.​​​

Skref 3

Við sjáum að tímaritið birtist í niðurstöðum. Við smellum á tímaritið til þess að sjá hvar það er aðgengilegt.

Skref 4

Við sjáum að tímaritið er aðgengilegt í tveimur gagnasöfnum.

Hjá JSTOR er tímaritið aðgengilegt frá árinu 1960 en er með 5 ára birtingartöf, sem þýðir að nýjustu 5 árgangarnir eru ekki aðgengilegir.

Hjá Wiley er tímaritið aðgengilegt frá árinu 2003. Sá aðgangur er án birtingartafar.

Við smellum á Wiley til þess að fá aðgang að nýjustu greinum en myndum velja JSTOR ef við viljum skoða greinar sem voru gefnar út á árinum 1960-2003.

Skref 5

Hjá Wiley má síðan sjá að tímaritið er aðgengilegt í gegnum Landsaðgang.