Skip to Main Content
site header image

Leitir.is: PIN fyrir sjálfsafgreiðsluvél

PIN fyrir sjálfsafgreiðsluvél

Leiðbeiningarnar hér fyrir neðan sýna hvernig notendur geta skráð sig inn á lbs.leitir.is og búið sér til PIN númer til að nota í sjálfsafgreiðsluvélina í Þjóðarbókhlöðu. Athugið að hægt er að fara í gegnum sama ferli í gegnum leitir.is og velja þá önnur bókasöfn t.d. almenningsbókasöfn og setja þá inn PIN númer fyrir sjálfsafgreiðsluvélar í viðkomandi söfnum.

1. skref

Fyrst skráum við okkur inn og smellum svo á notandanafnið sem birtist efst í hægra horninu.

2. skref

Síðan smellum við á Mínar síður.

3. skref

Næst smellum við á Persónuupplýsingar.

4. skref

Síðan smellum við á Breyta lykilorði.

5. skref

Við sláum inn nýtt PIN í reitinn PIN fyrir sjálfsafgreiðsluvélar og smellum á Vista.

Athugið að PIN verður að vera að minnsta kosti 4 tölustafir og má ekki vera hluti af kennitölu eða símanúmeri viðkomandi.

6. skref

Ef allt gengur upp ætti grænn borði með textanum Upplýsingar vistaðar að birtast.