Skip to Main Content
site header image

Leitir.is: Velkomin

Velkomin

Leitir.is er leitargátt sem heldur utan um efni í íslenskum bóka-, lista-, minja- og ljósmyndasöfnum.

Leitargáttin lbs.leitir.is heldur utan um safnkost Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og bókasafns Menntavísindasviðs, á prenti og í rafrænu/stafrænu formi. Þar undir fellur efni í séráskriftum safnanna og Háskóla Íslands auk efnis í Landsaðgangi. 

Í þessum leiðarvísi eru leiðbeiningar um leit, ítarlega leit og hvernig þrengja á niðurstöður, staðsetningar efnis á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni auk upplýsinga um innskráningu, endurnýjun og frátekt á efni.

Við gerð leiðarvísisins var lbs.leitir.is notað en einnig er hægt að nýta sér leiðbeiningarnar þegar leitað er að efni á leitir.is.