Skip to Main Content
site header image

Leitir.is: Staðsetningar

Hvar er efnið? Staðsetningar

Til þess að finna gögn, þarf að skoða tvö atriði; staðsetningu og hillustaðsetningu. Á myndinni hér fyrir neðan er bókin á 4. hæð á Þjóðarbókhlöðu og hillustaðsetningin er 823 Ste.

Staðsetning: Lbs-Hbs Þjóðarbókhlaða

4. hæð - Efnið er á 4. hæð Þjóðarbókhlöðu.

3. hæð - Efnið er á 3. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Námsbókasafn - Efnið er á námsbókasafni á 3. hæð Þjóðarbókhlöðu hjá útlánaborði.

Handbókasafn - Efnið er á handbókasafni á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Geymsla - Efnið er í geymslu. Það er hægt að biðja um bækur úr geymslu í útlánaborði á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Staðsetning: Lbs-Hbs Önnur söfn

Íslandssafn - Efnið er á Íslandssafni. Það er hægt að biðja um flest efni úr Íslandssafni  í afgreiðsluborði á 1. hæð Þjóðarbókhlöðu. 

Íslandssafn/Tón- og myndsafn - Efnið er á Tón- og myndsafni á 4. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Handritasafn - Efnið er á Handritasafni. Það er hægt að biðja um handrit úr handritasafni á lestrarsal handritasafns á 1. hæð Þjóðarbókhlöðu. 

Lögberg - Efnið er á Lagabókasafni í Lögbergi. Lagabókasafnið er á 3. hæð og safngögn eru eingöngu lánuð út til starfsfólks og nemenda lagadeildar Háskóla Íslands.

Fjargeymsla - Efnið er í fjargeymslu safnsins. Það er hægt að biðja um bækur úr fjargeymslu í útlánaborði á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu

Tæknigarður - Efnið er í Tæknigarði. Það er hægt að biðja um bækur úr Tæknigarði í útlánaborði á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu.

Varaeintakasafn - Efnið er í varaeintakasafni í Reykholti. Efni í varaeintakasafni er ekki lánað út.

Hillustaðsetning

Bækur á safninu eru flokkaðar samkvæmt Flokkunarkerfi Deweys. Kerfið skiptist í 10 aðalflokka sem eru:

000 Almennt efni

100 Heimspeki, sálfræði

200 Trúarbrögð

300 Félagsvísindi

400 Tungumál

500 Raunvísindi

600 Tækni (hagnýt vísindi)

700 Listir Skemmtanir Íþróttir

800 Bókmenntir og stílfræði

900 Landafræði og sagnfræði

Á 3. hæð Þjóðarbókhlöðu má finna bækur í flokkum 000-329 og á 4. hæð má finna bækur í flokkum 330-999.

Við þjónustuborð á 2. hæð er að finna handhægan bækling um flokkunarkerfi Deweys.