Skip to Main Content
site header image

Leitir.is: Einföld leit

1. skref

Í þessu dæmi ætlum við að reyna að finna bókina Samfélagssáttmálinn eftir Jean-Jacques Rosseau. Fyrst sláum við inn leitarorð í leitargluggann og smellum á stækkunarglerið.

2. skref

Við sjáum að bókin birtist í niðurstöðum. Við smellum á bókina til þess að sjá hvar hún er aðgengileg.

3. skref

Bækur á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni eru merktar Lbs-Hbs og bækur á Bókasafni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands eru merktar HÍ Stakkahlíð. Í þessu dæmi ætlum við að leita að bók í Þjóðarbókhlöðu. Ef við fáum fleiri en eina niðurstöðu er best að byrja á því að velja Lbs-Hbs Þjóðarbókhlaða

4. skref

Þegar við erum búin að smella á Lbs-Hbs Þjóðarbókhlaða birtast ítarlegri upplýsingar um bókina. Það eru til tvö eintök af bókinni og báðar bækurnar eru á sínum stað. Báðar bækurnar eru á 4. hæð. Hillustaðsetningin er 320.11 Rou. Í þessu tilviki getur lánþegi fundið eintakið í hillu og fengið það til útláns í útlánaborði.