Skip to Main Content
site header image

Leitir.is: Rafrænt efni

1. skref

Í þessu dæmi ætlum við að finna greinina Intrusion triggering of the 2010 Eyjafjallajökull explosive eruption sem birtist í tímaritinu Nature árið 2010. Fyrst sláum við inn leitarorð í leitargluggann og smellum á stækkunarglerið.

2. skref

Við sjáum að greinin birtist efst í niðurstöðum. Við smellum á Aðgangur að heildartexta til þess að sjá hvar hún sé aðgengileg.

3. skref

Fyrir neðan Skoða rafrænt sjáum við að heildartexti greinarinnar er aðgengilegur. Við smellum á Nature.

4. skref

Hér sjáum við að við höfum aðgang að greininni í gegnum Landsaðgang. Við smellum á download PDF til þess að lesa greinina.