Við sláum inn leitarorð í leitargluggann og smellum á stækkunarglerið.
Við smellum á bókina til þess að sjá hvar hún er aðgengileg.
Við sjáum að bókin er Í útláni. Næst smellum við á Beiðni.
Síðan veljum við afhendingarstað. Það er eingöngu hægt að fá efni afhent á því safni sem efnið er staðsett. Við veljum Lbs-Hbs Þjóðarbókhlaða og smellum á Senda beiðni.
Ef allt gengur upp ætti grænn borði með textanum beiðnin þín var send inn að birtast.
Ef við viljum sjá hver staða frátektarinnar er þá smellum við á notendanafnið og síðan á Frátektarbeiðnir.
Þar smellum við á Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn til þess að sjá stöðu frátektarinnar.